Trúir þú á mátt ferðalaga?

Ef þig dreymir um að vinna í öflugu, ungu og alþjóðlegu fyrirtæki og ef þú hefur ástríðu fyrir sölu og þjónustu við viðskiptavini, þá gætir þú verið sá/sú sem við erum að leita að! Þó að við séum ekki að ráða eins og stendur höfum við alltaf áhuga á duglegum og hæfileikaríkum vinnufélögum sem hafa einnig ástríðu fyrir ferðalögum.

Við ráðningar er alltaf farið í gegnum óumbeðnar umsóknir, þannig að ef þú sérð sjálfa/n þig í hlutverkinu sem er stuttlega lýst hér að neðan, ættir þú að senda inn umsókn og ferilskrá. 

 

Um KILROY

KILROY er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í sérsniðnum ferðum um allan heim fyrir ungt fólk. Ferðalög okkar byggja á þroskandi upplifunum og sjálfbærum valkostum með áherslu á að ferðast hægt og að skemmta sér. Við trúum því að ferðalög geti haft djúpstæð jákvæð áhrif á þig og heiminn okkar, svo við leggjum mikinn metnað í persónulegar ráðleggingar byggðar á okkar eigin reynslu þegar kemur að gerð ferðaáætlana.

Skrifstofur okkar eru hjarta starfsemi okkar. Við bjóðum upp á ungan og líflegan vinnustað þar sem við deilum ástríðu fyrir að ferðast í hvetjandi, alþjóðlegu umhverfi. Vertu með okkur í tilgangi okkar að byggja upp sanna heimsborgara. 

 

Um starf ferðaráðgjafa

Aðalhlutverkið sem ferðaráðgjafi hefur er að veita framúrskarandi þjónustu fyrir viðskiptavini og láta drauma viðskiptavina okkar rætast. Að hafa brennandi áhuga á að ferðast er forsenda, en þú þarft líka að vera sátt/ur við að starfið sé sölustarf þar sem allir hafa einstaklingsbundna söluáætlun og markmið. 

Starfskrafturinn sem við leitum vanalega að

Við gerum miklar væntingar til þín - eins og þú ættir að gera til okkar! Fyrir utan ástríðu fyrir ferðalögum innihalda prófílarnir sem við erum venjulega að leita eftir þjónustulund, útsjónarsemi, metnað, markmiðasetningu og sölugetu. Að þú komir með góða ferðareynslu og helst frá hinum ýmsu heimsálfum og að þú sért tilbúinn að deila þeirri reynslu á ýmsum viðburðum er einnig mikilvægt.

Að lokum ættir þú að vera fús til að læra og þróast í starfi. 

 

Það sem við bjóðum í staðinn

Ástríðufullir og drifnir samstarfsmenn í öflugu, ungu og alþjóðlegu starfsumhverfi.

Þýðingarmikið starf – þar sem „máttur ferðalaga“ er „lykillinn“ þar sem við styðjum væntingar þínar til okkar með góðri starfsþjálfun og þróun í starfi.

Þar sem þú verður hluti af hópi af ungu fólki má líka búast við miklu félagslífi bæði innan og utan vinnutíma.

Ef þetta hljómar eins og eitthvað sem hentar þér, þá skaltu senda okkur ferilskrána þína.

Okkur hlakkar til að heyra frá þér! 

 

 

Share links


Log in and send an open application

Return to job vacancies